|
Já, síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Ég fór ekki á ballið í gær. Ég var svo þreytt að ég sofnaði um átta en þurfti að rífa mig upp aftur til að klára að lesa smásögu fyrir ensku. Þvílíkt ógeð. Þegar maður er einu sinni sofnaður á kvöldin ætti maður ekki að þurfa að rífa sig upp aftur!!! Ég þarf ekki að mæta fyrr en í þriðja tíma en ég var mætt í hléinu fyrir annan tíma. Ég gat bara ekki sofið lengur. Það virtist eitthvað svo tilgangslaust að hanga heima þannig að ég fór bara í skólann.
skrifað af Runa Vala
kl: 09:24
|
|
|